Eins og ég hef held ég sagt ykkur milljón sinnum áður þá er mig búið að dreyma um Classic Black úrið frá Daniel Wellington alveg síðan það kom á markað. Þið hefðuð því átt að sjá svipinn á mér þegar frábæra fólkið hjá höfuðstöðvun DW hafði samband við mig og buðust til að senda mér úrið að gjöf! Ég var sko ekki lengi að þyggja það Ég á nú þegar Classic úrið frá þeim og ég hef varla tekið það af mér síðan ég fékk það í vor. Ég ákvað að þessu sinni að velja sér stærri gerðina og svarta ól í stíl við skífuna, en ólin á því sem ég á nú þegar ég brún. Ég sá sko ekki eftir þessu vali, úrið er guðdómlega fallegt!
Daniel Wellington kom nýverið út með falleg armbönd, eða cuff, sem passa fullkomlega við úrin þeirra. Armböndin eru ótrúlega einföld, klassísk og hönnunin er minimalísk rétt eins og úrin. Ég var svo heppin að fá einnig að velja mér armband og ég valdi eitt í rósagulli sem passar við úrin mín.
Báðar vörurnar komu í svona æðislega fallegum jóla pakkningum svo ég mátti til með að mynda þær sérstaklega!


Bæði úrið og armbandið koma í veglegum leðurboxum sem er frábært að halda upp á til að geta geymt vörurnar á öruggan hátt.
Ólin sem ég valdi á úrið heitir Sheffield en ég vildi hafa hana eins klassíska og hægt er. Classic Black Sheffield fæst hér.
Armbandið er Classic Cuff í rose gold og fæst hér (í stærð Large, fæst einnig í Small).


En þar sem það eru nú að koma jól þá gat ég ekki gleymt ykkur elsku lesendur. Ég fékk þess vegna þau hjá Daniel Wellington til að senda mér auka úr handa ykkur!
Ef þið hoppið yfir á Facebook síðuna okkar núna þá finnið þið þar aðventuleik þar sem þetta gullfallega úr er í vinning.


Þið gætuð unnið Classic Black Reading 40mm (sjá hér) með því að einungis smella like’i á okkur á FB og skilja eftir fallega jólakveðju við leikinn þar. En hafið hraðar hendur, við drögum á morgun!
Ef að þið nennið ekki að taka þátt í Facebook leikjum, örvæntið þá ekki. I got you covered! Með kóðanum FAGURKERAR fáið þið 15% afslátt af öllu á vefsíðu Daniel Wellington. Þau bjóða upp á fría heimsendingu og fría jóla innpökkun. Einnig eru þau með flott tilboð fram til 19. desember þar sem þú færð 10% afslátt ef þú verslar úr og armband.
Þetta er svo sannarlega hin fullkomna jólagjöf!
Færslan er gerð í samstarfi við Daniel Wellington.