Ég get ekki lofsamað nógu mikið nýjustu snilldina sem hún Lína Birgitta lífstílsbloggari er komin með á markað.
Gullfallegu úrin hennar eru með eindæmum glæsileg og þau ættu klárlega að vera í jólapakkanum handa ástinni þinni.
Nokkrar staðreyndir um úrin:
-Íslensk hönnun
-Úrin koma í þrem litum, svörtu, hvítu og bleiku.
-Skífan er EKTA marmari og því eru engin úr nákvæmlega eins, marmarinn sér til þess.
-Ólin er úr hágæða ekta ítölsku leðri.
-Þau kosta einungis 19.990,- krónur
Ég fékk mér bleikt úr…kemur kannski ekki á óvart en ég ætla mér að eignast alla þrjá litina!
Ég get bara ekki sleppt því.
Svarta úrið hefur einnig verið að slá í gegn hjá strákunum
Lína Birgitta hefur hugsað út í smæstu smáatriði og þau gera úrin svo sérstök.
Ég er svo ástfangin af mínu bleika úri að hálfa væri nóg.
Hef sjaldan verið eins heilluð af úri áður.
Þið getið verslað þessar dásemdir HÉR
Til hamingju Lína Birgitta með þessi dásamlegu úr