Quantcast
Channel: Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072

Erla Kolbrún gerir upp árið 2016

$
0
0

Árið 2016 er senn að líða og það hefur verið heldur betur viðburðarríkt. Það var krefjandi og erfitt, ég viðurkenni það fúslega.

Páskarnir voru strembnir vegna veikinda hjá Magdalenu sem fékk sýkingu í líkamann. Hún fékk ónæma bakteríu í sig sem erfitt var að ráða við en með aðsstoð yndislegra lækna á Barnaspítalanum tókst að vinna á bakteríunni…en það sem er lagt á litla líkama, það er svo erfitt að horfa á barnið sitt svona veikt…

1935963_10153755112917740_7783082682511352388_n

En það var líka ánægjulegt…Ég fór í draumaferðina mína til Parísar og það var svo dásamleg ferð. Mér leið eins og ég væri hreinlega komin heim, ég hef örugglega átt heima í París í fyrra lífi eða eitthvað svoleiðis…tilfiningin var það sterk.

12938208_10153826726957740_470565357047875899_n 12963597_10153824905362740_2298852891300648199_n

Við fórum með stelpurnar í þeirra fyrstu utanlands ferð í sumar, við fórum til Spánar og það var svo dásamlegt að upplifa þetta mikla ævintýri með þeim.

13559145_10154009403942740_909755706805679990_o

13613364_10154027693227740_3635700203765654875_o

Ég missti mikla og sterka vináttu á mjög asnalegan hátt en það var ekki hægt að koma í veg fyrir að vináttan endaði, því miður. Þetta tók verulega á og var mjög erfitt að sætta sig við þetta en lítið sem ég gat annað gert en að ganga frá í aðra átt. Það er margt sem mig langar að segja en ég ætla ekki að opna fyrir þá gryfju,

því ég myndi þá ekki geta lokað henni aftur. Ég geng sátt frá borði og tel mig hafa staðið mig vel.

Verkir og spítalavistir einkenndu haustið, fréttir um að ekkert væri hægt að gera í mínum málum. Læknirinn minn treystir mér ekki í aðgerð og ekkert væri því hægt að laga og það þýðir að verkirnir og allt það vesen mun ekki lagast.

14441132_10154239578482740_1936387773226810911_n

Ástin á milli mín og Andrésar hefur aldrei verið sterkari, hann er kletturinn minn og hefur staðið með mér í gegnum árið sem er ómetanlegt.

Stelpurnar hafa blómstrað á árinu. Magdalena Eik byrjaði í skóla í haust og hún hefur staðið sig svo vel. Er orðin nánast læs og þroskast mikið.

14102935_10154140602067740_899370039503623116_o

Alexandra Ösp varð 10 ára í nóvember og hún hefur þroskast mikið á árinu. Við Andrés höfum verið mikið í að vinna með skólanum til að hún fái þá aðstoð sem hana vantar. Hún á erfitt félagslega en það hefur verið haldið utan um hana núna í haust þannig að hún sé ekki svona mikið ein, t.d. í frímínútum.

14990958_10154357706757740_2781104461824001768_o

Alexandra Ösp er greind með ódæmigerða einhverfu og þroskahömlun en hún er ofboðslega dugleg og það er ekki að sjá á henni að hún sé að glíma við erfiðleika með ákveðna hluti. Hún er svo framfærin og flott stelpa að allir þeir sem kynnast henni sjá að hún er svo sannarlega að gera sitt allra besta og mun spjara sig vel.

12512658_10153802078817740_8556212655620651107_n

Við tókum að okkur yndislega 2ja ára Cavalier tík sem þurfti nýtt heimili. Hún Ruby er svo dásamleg og hún smell passar í fjölskylduna, hún er elskuð og dáð af okkur öllum 

erla13 erla2

Við endum árið á að vera í nokkurri óvissu með búsetu því núna er búið að selja íbúðina sem við erum að leigja. Þannig það munu vera flutningar hjá okkur í mars 2017.

Hvert? Það veit ég ekki en við erum á fullu að athuga alla möguleika….það er ekki hlaupið að því fyrir ungt fólk að kaupa sér eign í dag. Ef maður á ekki fleiri fleiri milljónir þá fær maður litla sem enga aðstoð. Bankarnir vilja sjá meiri tekjur í innkomu þrátt fyrir að við sýnum að við getum vel lifað á þeim launum sem við erum með og leigt húsnæði fyrir mikið hærri upphæð heldur en afborganir af lánum eru.

Að koma að lokuðum dyrum alls staðar er lýjandi og því er mikil óvissa hjá okkur hvað verður.

Ef við ætlum að halda áfram að vera á leigumarkaðnum þá þurfum við íbúð sem rúmar okkur og leigan er allt of há fyrir tekjurnar okkar, við erum búin að vera heppin með frekar lága leigu á íbúðinni sem við erum í núna og við sjáum ekki fram á að geta leigt sambærilega eign því leigan yrði óyfirstíganleg.

Ég er mjög svo tilbúin að kveðja árið 2016 og ég vona það af öllu hjarta að 2017 muni vera töluvert öðruvísi ár.

Ég ætla ekki að setja nein heit á árið því ég trúi ekki á svoleiðis.

Ég bið bara um tvennt fyrir árið 2017, það er að verkirnir mínir verði viðráðanlegir og að við fjölskyldan munum fá stöðugt þak yfir höfuðið sem við getum vonandi sagt vera okkar.

Ég vil óska ykkur gleðilegs nýs árs og ég vil þakka ykkur fyrir að nenna lesa pistlana mína.

Ég vona að nýja árið eigi eftir að verða ykkur gott og viðburðarríkt á góðan hátt.

12418775_10153581831927740_4033840708814214357_o

Ykkar,

d152t94xruw4qtm3p5ry


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072