Quantcast
Channel: Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072

Mjólkurlaust jarðaberja og bláberja jógúrt

$
0
0

Uppskrift frá 10 vikur

Ég er svona hægt og rólega að koma mér í gang aftur eftir jólasukkið. Ég ákvað að fara hægt af stað, enda er ég þekkt fyrir að taka hlutina með trukki, detta í öfgar og gefast að lokum upp. Ég vil ekki að það verði raunin í enn eitt skiptið þannig að ég ætla bara að taka einn dag í einu hvað varðar breytt matarræði og hreyfingu.

Einhver ykkar muna kannski eftir því að síðasta haust byrjaði ég á námskeiði hjá 10 vikum en ég get fullyrt að það er eitt af því besta sem ég hef gert fyrir sjálfan mig! Þjálfararnir, þau Sif og Guðjón eru heimsins bestu fyrirmyndir og pepparar og ég er svo gífurlega þakklát fyrir þetta námskeið. Það kenndi mér svo ótrúlega mikið, fróðleikur og upplýsingar sem ég mun alltaf búa að. Með námskeiðinu fylgdi líka heil BÓK, sem ég hef sýnt ykkur hér áður, en hún er orðin mín Biblía. Hún er pökkuð af fróðleik og uppskriftum og ég er alltaf með hana uppi við inni í eldhúsi.

Í þessari dásamlegu bók leyndist síðan uppskrift af dásamlegu, mjólkurlausu jarðaberja jógúrti. Ég get aldrei borðað jógúrt eða miklar mjólkurvörur á morgnanna því ég fæ alltaf í magann af þeim. Þessi uppskrift hentar mér því ótrúlega vel og dugar mér vel sem morgunmatur í 2-3 daga. Ég elska líka hvað það er hægt að leika sér með innihaldsefnin. Uppskriftin í bókinni segir t.d. 1/4 bolli avakadó eða mangó, en þar sem ég átti til hvorugt síðast þegar ég skellti í þetta jógúrt þá skipti ég því bara út fyrir bláber. Avakadóið gerir jógúrtið aðeins meira creamy en það er sko ekkert síðra að nota bláber eða önnur ber/ávexti. Ég mæli með því að þið prófið ykkur áfram!

img_20170103_093947_787

Mjólkurlaust jarðaberja og bláberja jógúrt

1/4 bolli jarðaber
1/4 bolli bláber
1 dós kókosmjólk
4 msk chia fræ

Ég skelli öllu nema chia fræjunum í blandara og blanda mjög vel saman. Því næst skelli ég fræjunum út í og mixa létt saman. Ég helli síðan blöndunni í skál og geymi í kæli í smá stund á meðan að fræin taka sig. Það er líka snilld að gera þetta á kvöldin og eiga þá tilbúna jógúrt daginn eftir!

capture


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072