Síðustu ár hafa margar nýjar barnavöruverslanir skotið upp kollinum. Við foreldrarnir fögnum því að sjálfsögðu, þó að buddan sé kannski ekki á sama máli
Þið sem fylgið okkur á Snapchat (fagurkerar) sáuð kannski þegar ég kíkti í verslunina I am Happy um daginn, en hún hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Verslunin er staðsett í Spönginni en er svo einnig með netverslun, www.iamhappy.is .


Eigandi I am Happy er fagurkerinn og ofurmamman Herdís Elísabet Kristinsdóttir. Ég var svo heppin að fá að taka smá viðtal við hana, en með því langar mig að kynna ykkur betur fyrir þessari fallegu verslun.
Hvenær opnaði verslunin og af hverju ákvaðstu að stofna barnavöruverslun?
– Verslunin opnaði í desember 2012 eftir nokkurra mánaða undirbúning og hugmyndavinnu. Ég ákvað að stofna barnavöruverslun þar sem mig langaði til að fara að gera eitthvað alveg nýtt og spennandi. Mig langaði til að vera í líflegu og fjölbreyttu starfi. Þetta hafði alltaf verið gamall draumur hjá mér að opna mína eigin verslun.



Hvaða merki ertu með til sölu?
– Vöruúrvalið er alltaf að aukast hjá okkur og erum við að selja allt frá barnafatnaði og leikföngum upp í barnavagna og kerrur frá Silver Cross. Dönsku leikföngin frá Magna eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Falleg leikföng sem bæði börnin og mömmurnar elska. Sparkbílarnir frá þeim eru mjög fallegir og prýða orðið mörg íslensk heimili.
Adidas er nýtt merki hjá okkur og er ég mjög ánægð að geta boðið upp á svona vandaða skó á lítil kríli.
Íslenska barnafatamerkið Mói sem er hannað af Telmu Garðarsdóttur er til sölu hjá okkur en það hefur fylgt okkur nánast frá því að ég stofnaði verslunina þegar fyrsta línan þeirra kom út. Litirnir og munstrin í Móa sækja innblástur sinn meðal annars í íslenska náttúru. Ég er sjálf alveg heilluð af Móa og mín börn. Allur fatnaðurinn er úr 100% lífrænni bómull og GOTS vottuð. Sniðin eru alveg einstaklega þægileg og börnin mín hreinlega elska fatnaðinn frá þeim.
Einnig erum við nýbyrjuð að selja íslenska barnafatamerkið Agú sem er þekkt fyrir fallega og skæra liti og hágæða lífræna bómull.
Finnst þér mikilvægt að selja íslensk merki í bland við þessi stóru erlendu?
– Mér finnst mjög mikilvægt að selja íslensk merki í bland við þessi stóru erlendu. Gaman að geta boðið upp á íslenska fallega hönnun og styðja þannig við íslenskt atvinnulíf.
Ég hef alltaf lagt mikla áherslu á að fatnaðurinn sem ég býð upp á sé vandaður, endingargóður og þægilegur fyrir börnin. Það að fatnaðurinn sé úr lífrænni bómull og að framleiðslan sé umhverfisvæn finnst mér skipta miklu máli.




Nú ert þú sjálf mamma, hvernig gengur að reka fyrirtæki og sjá um fjölskyldu?
– Það getur verið mjög krefjandi að reka sitt eigið fyrirtæki með þrjú ung börn. Ég á tvær dætur 9 ára og 6 ára og einn son sem verður 1 árs í byrjun desember. Ég er tiltölulega nýkomin úr fæðingarorlofi en þetta er í fyrsta skipti sem ég hef verið í fæðingarorlofi og þurft að reka mitt eigið fyrirtæki. Ég var með frábært starfsfólk mér til aðstoðar en ég þurfti samt að fylgjast með rekstrinum. Ég hef ótrúlega gaman að því sem ég er að gera núna og hef mikla ástríðu fyrir því að það sem ég geri sé vel gert. Vörurnar sem ég býð upp á eru allar sérvaldar af mér og eru þetta allt vörur sem ég hef persónulega reynslu af þar sem börnin mín nota þær daglega. Bæði fatnaðinn, leikföngin og bílstólana og barnavagnana. Þannig að þær vörur sem ég er að bjóða upp á í versluninni minni eru vörur sem ég hef mjög góða reynslu af sjálf.



Verslunin fagnar afmæli sínu þessa dagana, er eitthvað spennandi á döfinni í kringum það?
– Það hefur alltaf verið hefð hjá okkur að halda upp á afmæli verslunarinnar og fagna hverju ári. Að þessu sinni er engin undantekning á því og ætlum við að bjóða viðskiptavinum okkar að fanga þessum tímamótum með okkur og ætlum við að bjóða upp á mörg flott tilboð af völdum vörum í tilefni af afmælinu. Hægt er að fylgjast með öllum tilboðum á snappinu okkar iamhappy.is og á facebook síðu verslunarinnar.



Ég þakka henni Herdísi kærlega fyrir að viðtalið. Verslunin býður upp á fullt af skemmtilegum tilboðum þessa dagana, t.a.m. fylgir bílstóll FRÍTT með keyptum Elegance Sleepover – Silver Cross vagni! Tilboðið gildir 14.-20. nóvember. Það er nú bara næstum því næg ástæða til að skella í eitt kríli