Ég fer oft ein með sjálfri mér í fallegar verslanir til þess eins að njóta og skoða fallegar vörur. Í þessum ferðum mínum þá finnst mér best að fara í þessar minni verslanir, það er eitthvað við þær…
Það myndast oft svona heimilis kózý fílingur í þeim sem er svo dásamlegt að vera í.
Já allt í lagi, ég er algjör verslunar fíkill en þetta er einnig ákveðin therapía fyrir mig að fara í svona verslanir sem ég lýsi svona snilldarlega vel hér að ofan með heimilis, kósý fílinginn.
Verslunin Maí er ein af þessum uppáhalds verslunum.
Þangað gæti ég flutt lögheimilið mitt með det samme.
Á bakvið þessa demanta standa dugmikið fólk sem hefur endalausa ástríðu á því sem það tekur sér fyrir hendur.
Ragnhildur eigandi Maí er ein af þessu dugmikla fólki og hefur gert verslunina alveg einstaka að mínu mati.
Hér er dæmi um vöru sem er einstök á markaðnum. Rivsalt er sænsk hönnunarvara sem hefur vakið gríðarleg viðbrögð með góðum gæðum og einstökum glæsileika. Ég meina hversu töff ertu þegar þú bíður matargestunum upp á hágæða salt sem rifið er yfir matinn líkt og Parmesan ost væri að ræða?!
Einnig fást gæða detox te frá TEATOX og tanvörur frá Eco By Sonja í Maí
og þetta eru allt náttúrulegar og hágæða vörur, sem hafa verið gríðarlega vinsælar.
Jólin eru farin að skríða þarna inn og gaman er að sjá fjölbreytileikan á jólaskrauti.
Þarna muntu finna skraut sem gefa heimilinu mikla hlýju.
Mikið er af smávöru sem hægt er að nostra heimilið með.
Hversu töffaraleg er þessi hauskúpa?!
Mikið úrval er af púðum, mottum og teppum.
Í Maí færðu vörur frá Skinboss, House Doctor, Meraki, Teatox ef dæmi eru tekin.
Töskurnar frá Nikki Williams eru einkar glæsilegar.
Ég tösku perrinn féll strax fyrir töskunum frá Nikki Williams.
Seðlaveskið í gráu fer beint á minn jólagjafa lista.


Litlu marmara skálarnar eru tilvaldar undir sjávarsaltið.
Verslunin er einkar glæsileg og vörurnar fá að njóta sín vel.
Jólalegt og notalegheit.
Hversu krúttlegir eru þessir jólasokkar?


Þessar jólastjörnur eru guðdómlegar.
Þessi æðislegu ilmkerti eru eftir hana Erlu Gísladóttur og eru gerð úr soya.
Mér finnst líka skemmtilegt það sem Ragnhildur sagði mér þegar hún var að lýsa sinni sýn með verslunina er að allir geta komið og fengið fallegar gæðavörur í gjafir fyrir verðmæti blómvönds.
Einnig að bjóða upp á sérstakar vörur sem eru kannski ekki alls staðar annars staðar og það er sérstaða sem Ragnhildi finnst mikilvæg með verslun sína.
Úrvalið er mikið og því munu allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Verslunin er einnig með netverslun og hana finnuru HÉR
erla@fagurkerar.is
Færslan er ekki kostuð