Quantcast
Channel: Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072

Chili kjúklingaréttur með gulum baunum og sætum kartöflum

$
0
0

Þessi réttur er mjög einfaldur og góður, það fyrsta sem ég gerði var að skera niður sætar kartöflur og steikja uppúr olíu, salti og pipar.

Svo setti ég kartöflurnar í eldfast mót og inní ofn.

Næst setti ég kjúklingabringur á pönnuna og kryddaði með papriku og chili kryddi, ég notaði líka smá bezt á flest krydd sem fæst í Hagkaup.

Þegar  bringurnar voru orðnar gyltar á öllum hliðum tók ég þær af og setti í eldfast mót, svo notaði ég sömu pönnu til að gera sósuna, á pönnunni var krydd af kjúklingnum sem að blandaðist við matargerðarrjóma, mexikóost, 4-5 dropa af tabasco sósu og hálfum tening af kjúklingakrafti.

Sósunni helti ég svo yfir bringurnar.

Í lokin steikti ég svo gular baunir uppúr smjöri og salti og helti því einnig yfir bringurnar og setti svo inní ofn, þar fengu bringurnar að malla þangað til þær urðu full eldaðar :)

Með þessu bar ég fram hvítlauksbrauð en það er líka mjög gott að hafa ferskt salat.

15240251_10155604915769552_1828636114_n

Einfalt, fljótlegt og gott 😉

undirskrift


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072