Mig hafði lengi dreymt um að eignast svona ilmolíulampa og lét loksins verða að því að fá mér einn svoleiðis. Ég fór í búðina til þeirra í Keflavík til að skoða úrvalið og ég er að segja ykkur það að þau eru með endalaust úrval af þessum lömpum, ég er því nokkuð viss um að allir gætu fundið að minnsta kosti einn lampa við sitt hæfi, ef ekki tvo En ég ákvað að velja lampa sem ég gæti haft inni í stofu, en mér finnst þessi sem ég valdi alveg einstaklega fallegur að sjá og smell passar hér inn. Næst er bara að fá sér lampa inn í herbergin, en þau eru einmitt líka með fallega ilmolíulampa í barnaherbergin.
Minn lampi fær að standa mitt á milli stofu og eldhúss
En þessir lampar eru svo sniðugir, þeir eru ekki bara til að gefa góðan ilm inn á heimilið heldur líka til að hreinsa loftið, og eftir að ég fékk minn finn ég svo mikin mun hér heima, loftið er einhvernvegin svo mikið ferskara.
Svo er líka svo gaman að geta valið milli góðra ilma til að setja í lampann, en ég valdi mér 3 ilmi og svo eina svona ilmkjarnaolíu sem á að vera mjög góð við kvefpestum og ekki veitir af því með tvö lítil börn á heimilinu sem hafa tekið næstum hverja einustu pest þetta haustið.
En hinir ilmirnir sem ég valdi eru: Christmas fantasy, Southern vanilla, ilmur sem heitir Black, en hann inniheldur mintu, lavender, neroli, vanillu, sandalwood og cedar, Black hefur verið alveg sérstaklega vinsæll hjá þeim enda virkilega góð lykt af honum!
Þessir yndislegu lampar koma í misjöfnu útliti og eru allir með ljósi, flestir eru þó með ljósi sem breytir um lit en minn er bara með þessari venjulegu birtu eins og þið sjáið á myndunum.
Lamparnir eru tilvalin jólagjöf og nýtast öllum! Úrvalið af ilmum og ilmkjarnaolíum er næstum því endalaust, hægt er að fá Lavender slökunar olíu, olíu sem hjálpar astmaveiku fólki og heitir Airways, en sú olía er hálfgerð kraftaverkaolía! Einnig er til höfuðverkjaolía Clear head og Spikenard olía sem er kölluð indverska leyndarmálið. Hún er mikið notuð til þess að viðhalda fallegri húð og er sérstaklega góð við allskonar húðvandamálum, hún er sveppadrepandi og sótthreinsandi, góð við Psoriasis, þurri húð og einnig er hún kláðastillandi, græðandi og er því sérstaklega góð á sár þar sem hún hjálpar þeim að gróa og heldur þeim hreinum. Einnig er gott að anda að sér Spikenard þegar maður er með flensu, hita eða sýkingar, hún styrkir ónæmiskerfið og hjálpar öllum kerfum líkamanns að starfa eðlilega. Spikenard slær á kvíða, þunglyndi, streitu og hefur róandi áhrif á bæði líkama og sál. Spikenard blandast mjög vel með Frankincense, Lavender, Myrrh, Sage og fleirum ilmjarnaolíum.
Lamparnir hafa mikið verið notaðir á bæði sjúkrahúsum, leikskólum og hjá dagmömmum og þá hafa Lavender og flensuolían verið sérstaklega vinsælar. En eins og ég sagði áðan að þá hefur Lavender róandi áhrif og á að vera mjög góð á óróleg ungabörn. Flensuolían hefur selst eins og heitar lummur og hefur reynst vel á leikskólum og hjá dagmömmum.
Eins og þið sjáið hafa þessar olíur og lampar mjög jákvæð áhrif og hver og einn getur valið ilmkjarnaolíur og ilmi eftir sínum þörfum.
Búðin þeirra heitir Zolo ilmolíulampar og er staðsett í Keflavík, Hafnargötu 29.
Þessi færsla er gerð í samstarfi við Zolo ilmolíulampa