Við áttum svo dásamlegan dag í dag.
Við byrjuðum daginn á barna afmæli hjá litlu bróður dóttur minni sem varð 6 ára 13. desember….
mun nú seint gleyma þeirri nóttu sem litla skottan ákvað að koma í heiminn.
Við búum ekki langt frá bróður mínum og fjölskyldu og því var tilvalið að gefa sig fram sem barnapía þegar kæmi að því að þau þyrftu að fara á fæðingardeildina…
Eymundur bróðir hringdi í mig um 01:30 um nóttina og tjáði mér að þau ætluðu að fara kíkja upp á deild…ég get svo svarið það að ég var cirka 6 mínútur að keyra til þeirra og þegar ég lenti hjá þeim þá var barnið fætt !
Fékk nett sjokk !
Bróðir minn tók á móti dóttur sinni og allt gekk sem betur fer vel.
Eftir afmælisveisluna fórum við í Jólaþorpið þar sem Alexandra Ösp var að fara sýna dans á sviðinu.
Mikið var það gaman að sjá stelpuna sína skemmta sér svona vel þarna upp á sviðinu!
Svo að sýningunni lokinni þá skellti Andrés sér með stelpurnar í hestvagna ferð.
Hestvagna ferðin vakti mikla lukku hjá stelpunum.
Á meðan kíkti ég yfir á Súfistann og nældi mér í Hátíðar frappé sem var algjört nammi og auðvitað kíkti ég svo einnig aðeins inn í verslanirnar sem eru hérna á Strandgötunni. Litla hönnunarbúðin, Andrea by Andrea og nýjasta viðbótin er Álfagull sem er með alls konar gjafavörur til sölu.
Allir voru virkilega glaðir og sáttir eftir daginn.
Svona á aðventan að vera
Mæli með því að þið gerið ykkur ferð í Jólaþorpið á morgun.
Það verður risa jólaball á morgun, og verður dansað í kringum stóra tréð sem er á torginu.
Hérna fyrir neðan er dagskráin yfir morgundaginn.
Ég fer þakklát að sofa með ungunum mínum eftir yndis dag.