Ég veit að ég er alveg klárlega ekki ein um það að eyða dágóðum tíma á Instagram og Pinterest fyrir jólin. Það er svo gaman að skoða öll þessi fallega skreyttu heimili og fá hugmyndir.
Ég elska að skoða myndirnar frá Mariu Rasmussen á Instagram (sjá hér) og fá jólaandann beint í æð. Hún á svo ofboðslega fallegt heimili og á Instagram sýnir hún myndir þaðan og af skreytingum, föndri og fleiru. Ég mæli með því að þið fylgið henni!















