Þegar við enduropnuðum síðuna ákváðum við strax að við vildum vera með stóran og flottan gjafaleik. Í öllum hasarnum sem fylgdi því að opna síðuna aftur eftir miklar breytingar gleymist að við höfðum aðra, stóra ástæðu til þess að fagna. En núna í nóvember urðu Fagurkerar 3 ára! Síðan hefur vægast sagt vaxið mikið og dafnað á þessum þremur árum svo það var svo sannarlega tilefni til þess að fagna. Við ákváðum því að skella í einna risa afmælisleik til þess að þakka fyrir okkur.
Í vinning er:
– Andy Warhol plakat frá Rökkurrós (kemur upprúllað í hólk, ekki í ramma)
– 20.000kr gjafabréf frá Bestseller sem gildir í öllum verslunum þeirra (VERO MODA, VILA, Name It Iceland, SELECTED & Jack and Jones)
– Gjafapakki frá St.tropez Iceland
– Gjafapakkar frá Wella Professionals hárvörur og Sebastian hárvörur
– Húfa og buffaló að eigin vali og frí nafnmerking frá Óli prik
– Snuð, kanna, peli, matarskál og barna naglaklippur frá NUK barnavörur
– Lambhúshetta að eigin vali frá Krílaprjál Design
– Tannbursti, kanna, nætursnuð (sem lýsa í myrkri) og geymslu taska fyrir snuðin frá MAM barnavörur
Leikurinn í gangi núna á Facebook síðunni okkar en við munum draga út einn heppinn vinningshafa annað kvöld sem mun vinna alla þessa vinninga!