Quantcast
Channel: Fagurkerar
Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072

Dásamleg jólaföt frá Name it

$
0
0

Þar sem jólin okkar verða frekar óvenjuleg og við eflaust mikið á ferðinni að þá kaus ég að velja þægileg jólaföt á börnin mín.  Ég fór í Name it og valdi þessi fallegu föt, úrvalið var virkilega gott og ég verð að viðurkenna að ég átti svolítið erfitt með að velja enda margt fallegt til, bæði á stráka og stelpur.

img_8919

Ég var búin að skoða inná Facebook síðu Name it áður en ég fór í búðina til þeirra í Smáralind og ég heillaðist alveg af þessum kjól sem Bríana er í og einnig vestinu hans Júlíans. Kjóllinn er til í tveimur litum og báðir jafn fallegir.  Eftir miklar pælingar þarna í búðinni fann ég loksins föt við kjólinn og vestið, en valið var svolítið erfitt enda svo margt fallegt til. Ég fann þessar sætu sokkabuxur við kjólinn, en þær eru með smá glansi í sem gerir þær mjög sparilegar, sokkabuxurnar er einnig hægt að fá í nokkrum litum.  Buxurnar sem Júlían er í heilluðu mig mikið en þær eru alveg dásamlega mjúkar svo að litli gormurinn minn getur auðveldlega skriðið um og hreyft sig í þeim, en samt eru þær svo töffaralegar.  Undir vestið tók ég svo hvítan langermabol með áprentaðri slaufu og axlaböndum, alveg hrikalega krúttlegt.

img_9013-002

Mokkasíurnar sem Júlían er í fást líka í Name it og eru þær alveg fullkomnar við dressið.

img_8772

Það var ekki beint auðvelt að mynda þessa gorma saman en um leið og ég setti þetta litla tré á milli þeirra þá sátu þau kjurr og fiktuðu í því, en bara í smá stund 😉

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Name it.

undirskrift


Viewing all articles
Browse latest Browse all 1072