Glys og glamúr er nú venjulega einkennandi fyrir jólahátíðina, sérstaklega þá kannski áramótin. Verslanir eru núna uppfullar af fallegum jólafötum og þar eru pallíettur, glimmer, flauel og pífur áberandi.
H&M var einmitt uppfull af flottum jólavörum þegar ég var þar um síðustu helgi svo ég notaði tækifærið og tryggði mér nokkrar flíkur til að nota yfir hátíðarnar. Kjóllinn og toppurinn eru úr plus size línunni og ég tók bæði í stærð stærri en ég tek venjulega því ég vildi hafa þetta svona loose og over sized.


Ég rakst síðan eiginlega alveg óvart á þenna kjól og féll alveg fyrir honum. Hann er síður, með fínu glimmeri í efninu og aðeins opinn í bakið. Gordjöss!


Ég er nú reyndar ósköp lítil kjóla manneskja, geri svona undantekningu á jólunum þegar mér finnst hálfgerð skylda að vera í kjól. En ég datt ofan á þessar geggjuðu glimmer buxur og bara varð að eignast þær. Það er hægt að klæða þær upp og niður og það besta er að þær eru úr teygjuefni svo þær henta ágætlega í jólaboðin og átveislurnar
Ég sé þær svo alveg fyrir mér með þykkri prjónapeysu svona dagsdaglega. Já ég er ekki mikið fyrir kjóla, en ég myndi ekki hika við að ganga í glimmer buxum á virkum degi!