Ég er eitt mesta jólabarn landsins og þó víðar væri leitað svo ég er vægast sagt orðin spennt, enda styttist ansi hratt í jólin. Mér finnst samt alltaf verða erfiðara með hverju árinu að gera jólagjafa óskalista og það er búið að taka mig nokkrar vikur að safna saman í þennan. En ég er sátt með þennan lista, þarna er góð blanda af hlutum fyrir heimilið og eitthvað bara fyrir mig. Er nokkuð augljóst að ég elska Cos?
1. Vipp 202 kaffibollar – Epal
2. Hálsmen – Cos
3. Stelton To Go ferðamál – Hrím
4. Fölbleik skyrta – Cos
5. Classic Black úr í gylltu – Daniel Wellington
6. Leður loafers – Cos
7. YSL Mon Paris – Hagkaup