Færslan er ekki kostuð.
Á skalanum 1-10 hversu spennt ég er yfir nýju Mac línunni er ég sirka 15. Frá því að ég sá fyrst fréttir um samstarfi Mac og Mariah Carey þá hef ég verið að bíða eftir því að línan mæti í búðir hér og LOKSINS er biðinni að ljúka, en vörurnar mæta í verslanir Mac á næstu dögum.
Að sjálfsögðu er línan uppfull af glans, glimmeri og glamúr eins og Mimi er einni lagið. Fallegir fölbleikir og nude litir ásamt silfur og gulli einkenna vörurnar. Það er í raun hægt að lýsa línunni í einu orði: BLING! Enda ekki við öðru að búast þegar Mariah Carey og Mac eiga í hlut.
Línan inniheldur:
2 augnskugga pallettur
5 varaliti
5 varaglossa
2 varablýanta
2 gerðir af augnhárum
2 kinnaliti
Body púður
Highlighter
Liquid eyeliner
Buffer bursta
Augnskugga bursta


Ég er einna spenntust fyrir augnskuggunum og lausa púðrinu. Ég meina, eru þið líka að sjá þessar pakkningar!? Þetta er bara alltof fallegt.




Lipglass – Butterfly Bling, It’s Just Like Honey, Dreamlover, Rainbow Interlude, Little Miss Monroe.
Varlitir – MCizzle, I Get So OOC, Dahhlinggg!, All I Want, Bit Of Bubbly


Varablýantar – So Dramatique og New Ombre


Kinnalitir – You’ve Got Me Feeling og Sweet Sweet Fantasy



My Mimi highlighter og tvennskonar bjútífúl augnhár.


Þessir burstar eru bara alltof fallegir!
Ég held að ég verði að eignast body púðrið en það má nota á ótrúlega marga vegu, þó ég hugsa að ég myndi aðallega nota það sem highlighter á kinnbeinin. Miðað við þau reviews sem ég hef verið að lesa á netinu um línuna er það líka að fá lang bestu einkunnina af öllum vörunum.
Fylgist með okkur Fagurkerum á næstu dögum en við munum setja inn tilkynningu þegar línan kemur í verslanir Mac hér á landi!