Við fjölskyldan áttum virkilega kósý helgi saman, Jóel sonur hans Árna míns kom til okkar og við héldum saman litlu jól ásamt tengdó. Bríana elskar svo að hafa stóra bróður hér heima að greyið strákurinn fær engann frið fyrir henni. En hann er svo þolinmóður og ljúfur og lét það ekki pirra sig þó hann hefði eina tæplega 3 ára hangandi yfir sér <3
Við gáfum öllum börnunum okkar náttföt með í jólapakkann, en það er alltaf svo gaman og kósý að eignast ný og þægileg náttföt fyrir jólin, það hefur verið hefð í minni fjölskyldu að mamma og pabbi gáfu okkur systkinunum alltaf ný náttföt fyrir jólin og fórum við í þau fyrst á Þorláksmessukvöld eftir bað. Þetta er hefð sem ég ætla að halda mig við og munu börnin okkar Árna alltaf fá ný náttföt fyrir jólin <3 En náttfötin fengum við í Name it og kosta þau aðeins 1990 kr hvert sett sem er virkilega gott verð! Name It náttfötin eru einnig þau bestu að mínu mati, svo mjúk og sniðin virðast vera mjög svo þægileg, en ég vel þægindin fram yfir allt þegar kemur að fötum til að sofa í. Börnin voru allavega glöð og sæl í náttfötunum sínum <3
Hér eru krúttin komin í náttfötin sín og eru að púsla saman fyrir svefninn. En bræðurnir fengu eins náttföt, mér finnst svo krúttlegt að hafa systkini í stíl! Prinsessan á heimilinu fékk hinsvegar náttkjól því hún hreinlega elskar kjóla og vill helst fá að vera í kjól alla daga
Þessi færsla er gerð í samstarfi við Name it